Auðveldari og auðskiljanlegri hlaupaþolsmæling

Íslensk tækni

Statt mælingar byggja á nýjum vísindalegum og einkaleyfisvörðum uppgötvunum við hjartsláttargreiningu frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Driftline.

Statt framkvæmir hlaupaþolsmælingar sem henta fyrir alla sem vilja fylgjast með heilsunni á auðveldari og auðskiljanlegri hátt en áður.

Hvað er Statt?

  • Með tímamótauppgötvun í lestri á hjartsláttargögnum er núna í fyrsta sinn hægt að fá nákvæmar niðurstöður byggðar á hjartslætti úr göngu eða þægilegu hlaupi.

  • Til að ná langtíma árangri er mikilvægt að hafa góðar upplýsingar. Statt mælingar hjálpa þér að ná árangri á eins hagkvæman hátt og hægt er.

  • Við erum mjög stolt af því að geta boðið upp á hlaupaþolsmælingu án þess að fólk þurfi að keyra sig út í hámarksáreynslu. Þetta er eingöngu hægt vegna nýrra uppgötvana í hjartsláttargreiningu.

  • Þú átt ekki að þurfa gráðu til að skilja þínar niðurstöður. Við leggjum okkur fram við að setja niðurstöðurnar fram á auðskiljanlegan hátt svo þær nýtist sem best.

Statt mælingin

Okkar þjónusta

Hlaupaþolsmæling

  • Fyrir alla sem vilja vita núverandi stöðu. Eftir mælinguna færð þú í hendurnar Statt skýrslu sem fer yfir mikilvæga þætti sem þú getur nýtt þér við æfingar og til að meta núverandi stöðu.

  • 10-20 mín mæling í þægilegu hlaupi eða þangað til erfiðleikastigið nær 8 af 10. Svo í lokin er 8-10 mín hvíldarmæling. Allir fara á hraða miðað við sína getu og því hentar mælingin fyrir alla, sama hvort við erum að taka fyrstu skrefin eða höfum æft með reglulegum hætti.

  • Sýnir þér hvar þú stendur miðað við aðra á sama aldri og af sama kyni.

  • Hátt þol þýðir meðal annars að þú sért með öfluga fitubrennslu. Langhlauparar eru oft með þol yfir 70%

  • Hversu hratt þú getur hlaupið í spretthlaupi. Þinn mesti hraði sem þú getur náð.

  • Hvernig þú átt að æfa á mismunandi æfingum til að fá sem mest út úr hverri æfingu miðað við þína getu.

  • Það er fátt mikilvægara en að æfa á réttum púls og réttum hraða. Hér færðu að sjá hvaða púls og hraða þú átt að halda á æfingum til að fá hámarksáhrif.

  • Nálgun á hámarkssúrefnisupptökuna þína.

  • Hversu mörg slög á mínútu hjartað þitt getur slegið að hámarki.

  • Hversu hratt þú getur hlaupið mismunandi vegalengdir frá 100 m og upp í maraþon.

  • Fitu- og vöðvahlutfall byggt á hjartsláttargreiningu.

  • Öflug fitubrennsla er lykill að árangri í langhlaupum.

Í Statt skýrslunni færð þú þessar niðurstöður

Statt skýrslan

TrueZone appið

Í appinu eru mælingarnar framkvæmdar og þú færð senda skýrslu með þínum niðurstöðum ásamt vefslóð á heimasíðu með niðurstöðunum.

Þar er hægt að fylgjast með stöðunni á einfaldan hátt og fá upplýsingar um þín réttu æfingasvæði svo æfingarnar verði eins góðar og hægt er.

Um okkur

Statt státar af sterku teymi sem hefur það að markmiði að auðvelda fólki að fylgjast með og bæta heilsuna. Við trúum á langtíma árangur þar sem heilbrigð nálgun er í fyrirrúmi.

  • 53 faldur íslandsmeistari í hlaupum, höfundur Hlaupabókarinnar og einn besti hlaupaþjálfari landsins.

  • Líffræðingur og markaðssérfræðingur með bakgrunn úr fótbolta.

  • Stofnandi Driftline sem er fyrst í heiminum til að skilgreina þol með vísindalegum hætti.

  • Stofnandi Driftline og höfundur Indurance forritsins.

  • Margfaldur íslandsmeistari í millivegalengdahlaupum og landsliðsmaður í frjálsum íþróttum.

  • Meistaranemi í íþróttafræði sem hefur tekið þátt í rannsóknum Driftline við Háskólann í Reykjavík.

“Það eiga allir að geta fengið stöðuna á sér á einfaldan og aðgengilegan máta. Statt hentar öllum getustigum og er lykill til að æfa eins rétt og hægt er.”

Arnar Pétursson

“Svo ég fái sem mest út úr hverri æfingu þá skiptir miklu máli að ég æfi á réttum púls og hraða.”

Þórólfur Ingi Þórsson

Hafa samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða bara almennar pælingar þá erum við alltaf til í að hlusta.

Powered by